Til þess að geta unnið úr umsókn þinni og lagt mat á rétt þinn til þjónustu í formi stuðningsþjónustu er Velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðsynlegt að vinna með nánar tilgreindar persónuupplýsingar þínar. Unnið er með upplýsingar sem þú lætur af hendi í umsóknarferli. Í samræmi við lagaskyldu varðveitir borgin þessar upplýsingar ótímabundið.
Hver er tilgangur vinnslu og grundvöllur hennar?
Reykjavíkurborg er nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar þínar til að leggja mat á umsókn um þjónustu í formi stuðningsþjónustu. Vinnslan byggir á lagaskyldu, þ.e. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og þess opinbera valds sem borgin fer með.
Veitir þú Reykjavíkurborg ekki umbeðnar upplýsingar getur það leitt til þess að ekki verði hægt að afgreiða umsókn þína.
Hvaða upplýsingar er unnið með?
Réttur til þjónustu í formi stuðningsþjónustu byggir á stöðu umsækjenda í margvíslegum skilningi. Unnið er með eftirfarandi upplýsingar um umsækjendur:
- Almennar persónuupplýsingar:
- Nafn, lögheimili/aðsetur, kyn, fjölskyldugerð, kennitala, símanúmer, netfang, ríkisfang, atvinnustaða, menntun, húsnæðisstaða og aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri í umsóknarferli.
- Viðkvæmar persónuupplýsingar:
- Unnið er með heilsufarsupplýsingar og upplýsingar um félagslega stöðu umsækjenda. Umsækjandi að skila inn læknisvottorði þegar um heilsufarsástæður er að ræða og/eða greiningargögnum.
Hvaðan koma upplýsingarnar?
Umsækjandi veitir framangreindar upplýsingar auk þess sem Reykjavíkurborg sækir grunnupplýsingar um umsækjanda til Þjóðskrár. Jafnframt kann Reykjavíkurborg að afla nauðsynlegra upplýsinga úr gagnagrunni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til þess að geta lagt mat á og afgreitt umsókn þessa.
Hversu lengi eru persónuupplýsingarnar geymdar?
Persónuupplýsingar þínar eru geymdar ótímabundið á grundvelli lagaskyldu er hvílir á Reykjavíkurborg. Að tilgreindum tíma liðnum er Reykjavíkurborg skylt að afhenda Borgarskjalasafni öll gögn sem unnið er með til varðveislu.
Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinganna?
Reykjavíkurborg gætir öryggis persónuupplýsinga með viðeigandi skipulagslegum og tæknilegum ráðstöfunum, þ. á m. aðgangsstýringum og dulkóðun. Allt það starfsfólk sem kemur að vinnslu persónuupplýsinga umsækjanda er bundið þagnarskyldu.
Miðlun persónuupplýsinganna til þriðju aðila
Að tilgreindum tíma liðnum er Reykjavíkurborg skylt að afhenda Borgarskjalasafni öll gögn sem unnið er með í tengslum við umsóknir um þjónustu í formi stuðningsþjónustu til varðveislu.
Reykjavíkurborg mun að öðru leyti ekki miðla persónuupplýsingum þínum til annarra aðila nema borginni sé slíkt skylt á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða dómsúrskurðar. Þá mun borgin ekki miðla persónuupplýsingum þínum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema á grundvelli sérstakrar heimildar þar um og án þess að upplýsa þig um slíkt.
Réttindi þín
Þú kannt að eiga rétt til þess að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem Reykjavíkurborg vinnur með í tengslum við umsókn þína. Þá kannt þú að hafa rétt til að andmæla vinnslunni, fá upplýsingarnar leiðréttar, krefjast þess að þeim verði eytt, að vinnslan verði takmörkuð og/eða að þú eða þriðji aðili fáir upplýsingar afhentar á tölvulesanlegu formi. Nánari upplýsingar um þessi réttindi þín má finna í persónuverndarstefnu Reykjavíkurborgar sem aðgengileg er á vefsíðu Reykjavíkurborgar.
Kvörtun yfir vinnslu
Sérstök athygli er vakin á því að sért þú ósátt/ur við meðferð Reykjavíkurborgar á persónuupplýsingum þínum getur þú ávallt haft samband við persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar (persónuverndarfulltrui@reykjavik.is) eða sent erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).